veidimen

Veiðimenn og gönguhópar

Bjóðum upp á árstíðarbundin tilboð fyrir veiðimenn og gönguhópa

Miðsker er tilvalin gististaður fyrir t.d veiðimenn og gönguhópa, þar sem að aðstæður í gistingu  bjóða upp á að fólk er útaf fyrir sig- og því engin hætta á ónæði,  bílastæði mjög rúmgóð og  aðstæður til þess að koma bráðinni í kæli.

Gistihúsin eru36 fm2 bjálkahús með verönd og í þeim eru 2 herbergi, baðherbergi með sturtu, eldhús, og setustofa.  Húsin okkar eru mjög hlýleg og falleg og passa vel ínn í umhverfið.

Útsýnið er mjög fallegt og til vesturs blasir við fjallahringurinn með  ómetanlegri jöklasýn. Frá okkur sjást Hoffellsjökull, Svínafellsjökull, Fláajökull, Skálafellsjökull og Öræfajökull . Til austurs ber við Ketilaugafjall og Krossbæjartindur. Miðsker er góður staður fyrir gesti sem kunna að meta nátturufegurð og ómælda sveitasælu.

Aðstaðan

  • Einkabílastæði
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Gasgrill
  • Eldhús
  • Verönd
  • Hægt að koma bráð í kæli

Þjónusta í nágreninu

  • Matvöruverslun á Höfn
  • Hornafjarðarflugvöllur
  • Silfurnes golfvöllur á Höfn
Bókaðu núna