224135897

Notaleg gisting með frábæru útsýni

Árið 2019 ákváðum við að byggja 2 gistihús og voru þau tekin í notkun 25. september það ár. Húsin eru bjálkahús  36 fermetra með verönd og í þeim eru 2 herbergi, baðherbergi með sturtu, eldhús, og setustofa.  Húsin okkar eru mjög hlýleg og falleg og passa vel ínn í umhverfið.

Útsýnið er mjög fallegt og til vesturs blasir við fjallahringurinn með  ómetanlegri jöklasýn. Frá okkur sjást Hoffellsjökull, Svínafellsjökull, Fláajökull, Skálafellsjökull og Öræfajökull . Til austurs ber við Ketalaugafjall og Krossbæjartindur. Miðsker er góður staður fyrir gesti sem kunna að meta nátturufegurð og ómælda sveitasælu.

Aðstaðan

  • Einkabílastæði
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Gasgrill
  • Eldhús
  • Verönd

Þjónusta í nágreninu

  • Matvöruverslun á Höfn
  • Hornafjarðarflugvöllur í 4.2 km fjarlægð
  • Silfurnes golfvöllur á Höfn
  • Sundlaug Hafnar
Bókaðu núna